Enn er það sagt að nornir þær er byggja við Urðarbrunn taka hvern dag vatn í brunninum og með aurinn þann er liggur um brunninn og ausa upp yfir askinn til þess að eigi skuli limar hans tréna eða fúna. En það vatn er svo heilagt að allir hlutir þeir sem þar koma í brunninn verða svo hvítir sem hinna sú er skjall heitir er innan liggur við eggskurn